Kæru vinir n.k. sunnudag kl.11:00 er að venju messa í Keflavíkurkirkju kl.11:00, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Þórey Eyþórsdóttur og Helgu Jakobsdóttur. Guðspjall sunnudagsins fjallar um það þegar Jesús rekur út illan anda og er sérlega spennandi. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir styrkri leiðsögn Systu, Helgu, Jóhönnu og Jóns Árna. Eftir samveruna er boðið upp á eðalsúpu í Kirkjulundi ásamt nýbökuðu brauði frá Sigurjónsbakaríi sem Jón Ísleifsson færir okkur. Við prestarnir hvetjum fermingarbörn sérstaklega til þess að mæta. Allir eru innilega velkomnir.