slide1Næsta sunnudag er messa klukkan 11 og þá fer sunnudagaskólinn líka loksins af stað! Gleði, gleði! Systa, Anna Hulda og Helga sjá um sunnudagaskólann og ný brúða verður kynnt til sögunnar. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.
Boðið verður uppá súpu og brauð eftir messu!