Sunnudaginn 8.mars verður messa og sunnudagskóli í Keflavíkurkirkju. Helga, Jóhanna og Ingi sjá um sunnudagaskólann sem að venju hefst í kirkjunni en flyst svo inn í Kirkjulund. Séra Fritz Már leiðir messuna ásam messuþjónum. Arnór Vilbergsson ásam kór Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist í messunni. Komum saman og njótum góðrar samveru, góðra orða og fallegrar tónlistar. Sú ákvörðun hefur verið tekin að súpusamfélagið á sunnudag verður fellt niður þar til Covid 19 faraldurinn er yfirgenginn.

Allir innilega velkomnir