Sunnudaginn 12.janúar kl.11 verður messa í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Guðspjallið kemur frá Mattheusi guðspjallamanni og segir okkur frá því þegar Jesú kom til skírnar í ánni Jórdan. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Helgu, Jóhönnu og Inga. Eftir stundirnar verður að venju súpusamfélag í Kirkjulundi. Allir eru innilega velkomnir.