zacchaeus2Sunnudaginn 15. janúar fer sunnudagskólinn aftur af stað. Að vanda verður er messa og sunnudagkólinn sem byrjar inni í kirkju klukkan 11. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð að lokinni messu. Kór Keflavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnórs organista og sr. Eva Björk þjónar. Guðspjallið segir frá Sakkeusi sem langar svo mikið að sjá Jesús að hann klifrar upp í tré og Jesús segir við hann: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“