Sunnudagurinn 6. mars er fyrsti sunnudagur í föstu. Þá kl. 11 er messa í höndum sr. Erlu, Arnórs organista og félaga úr Kór Keflavíkurkirkju. Hjónin Stefán og Guðrún eru messuþjónar.

Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjuskipinu og heldur svo í Kirkjulund. Marín, Helga og Ingi Þór bjóða uppá bæn, biblíusögu og söng. Öll börn hvött til að taka með sér bangsa.