Messa verður í Keflavíkurkirkju kl.11 á fimmtudaginn 13.maí n.k. á uppstigningardegi en þá eru liðnir 40 dagar frá páskum. Dagurinn er helgidagur til minningar um himnaför Jesú. Við ætlum að eiga saman góða stund í kirkjunni. Arnór Vilbergsson organisti og félagar úr kór Keflavíkurkirkju ætla að færa okkur fagra tóna og söng. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Verið öll innilega velkomin.