Messað verður á sjómannadag 11. júní nk. kl. 13:00 í Duus húsi líkt og vant er á þeim degi. Þá verður frumfluttur nýr sjómannasálmur, Siglt á djúp, eftir Arnór Vilbergsson organista og sr. Gunnþór Ingason. Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðsafns Reykjanesbæjar segir frá nýrri sýningu sem opnar þessa helgi. Lagður verður blómsveigur við minnisvarða sjómanna að messu lokinni. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk prédikar og þjónar.