Þriðjudagskvöldið 14. október milli kl. 19 og 21:30 er samvera sjálfboðaliða og leiðtoga í Keflavíkurkirkju. Boðið verður upp á kjarngóða súpu og að því loknu leiðir Elín Elísabet Jóhannsdóttir, fræðslufulltrúi á biskupsstofu og markþjálfi okkur í spennandi námskeiði:

Námskeiðið skiptist í grófum dráttum niður á þennan hátt:

Fyrirlestur og spjall og síðan verklegar æfingar.

Í fyrirlestrinum/spjallinu fær fólk tækifæri til að velta fyrir sér góðu samstarfi, möguleikum sínum og annarra í kirkjustarfinu.
Við skoðum mismunandi hughneigðir og ýmislegt annað sem hefur áhrif á samstarf.
Við lærum að setja okkur markmið og finnum út hvernig best er að hugsa til þess að ná þeim!
Við skoðum aðal verkfærið hugann út frá þeirri hugmynd að hann sé náttúruafl og leikum okkur svolítið með hann.
Að þessu loknu förum við í skemmtilegar og styrkjandi verklegar æfingar.

Markmiðið er að allir finni að þeirra er þörf innan kirkjunnar og að hugmyndir þeirra og hugsanir skipta máli.
Að fólk finni leiðir fyrir hugmyndir sínar og styrkleika og kunni líka að hlusta og styrkja hugmyndir annarra.

Áhugasamir hafi samband við sóknarprest sem veitir glaður frekari upplýsingar.