Á sunnudaginn verður lopapeysumessa í Keflavíkurmessu í tilefni af þorramánuði sem hefst í næstu viku. Sr.Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Arnór leiðir karlana í kór kirkjunnar og kirkjugesti í söng en konurnar verða uppteknar við súpugerð og bakstur þar sem þær ætla að bjóða í súpu og hjónabandssælu eftir messu. Sunnudagaskólinn undir styrkri stjórn Systu verður á sínum stað. Eftir stundina er öllum boðið til samveru og máltíðar í Kirkjulundi. Allir innilega velkomnir.