Ljósasálmar verða þema sunnudagsmessunnar, 28. ágúst kl. 11, í Keflavíkurkirkju. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja sálma sem allir segja frá ljósinu í tilefni þess að Ljósanótt er handan við hornið. Arnór organisti leiðir kórinn. Sr. Eva Björk er prestur. Guðspjall dagsins fjallar um tíu líkþráa menn. Verið þið velkomin.