Kátir krakkar æfðu brot úr söngleiknum Líf og friður í kirkjunni í gær rétt áður en þau stigu á svið og skemmtu gestum Ljósanætur.
Söngleikurinn var fluttur í kirkjunni á liðnum vetri og komust færri að en vildu. Gestir í vöfflukaffi Kórs Keflavíkurkirkju nutu góðs af æfingunni og hlýddu á þessar upprennandi stjörnur.