Hefð hefur skapast að Keflavíkurkirkja og starfsfólk á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja bjóða til allra heilagra messu sem verður nk. sunnudagskvöld, 6. nóv. kl. 20. Á fyrsta sunnudegi í nóvember er látinna sérstaklega minnst í kirkjum landsins, í kristnum kirkjum um allan heim og fleiri ljós en vanalega sjást tendruð í kirkjugörðum.

Starfsmaður HSS mun lesa upp nöfn þeirra sem létust á stofuninni og sóknarprestur mun lesa upp nöfn þeirra sem skráð eru í prestþjónustubækur Keflavíkurkirkju, frá allra heilagra messu á síðasta ári. Við prestarnir tökum við ábendingum um nöfn þeirra, sem látist hafa annars staðar á þessum tíma ef aðstandendur vilja minnast þeirra á þennan hátt í Keflavíkurkirkju.

Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar og Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Að lokinni messu býður starfsfólks HSS og Keflavíkurkirkja uppá kvöldkaffi.