Kæru vinir, nú er óhætt að segja að starfið sé komið á fulla ferð í fallegu kirkjunni okkar.  Fyrsta kyrrðarstund ársins í kapellu vonarinnar verður næstkomandi miðvikudag þ.17. janúar kl.12:00 í umsjón presta og Arnórs organista, komum saman og njótum góðrar stundar í hádeginu. Gæðakonur bera fram dásemdarsúpu og brauð eftir stundina. Sama dag hefst bænastund fyrir flóttafólk og innflytjendur sem vinur okkar sr.Toshiki Toma leiðir.

Sunnudaginn 21. janúar kl. 11:00 verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Systa og hennar frábæra fólk sér um sunnudagaskólann. Njótum saman yndislegra stunda með söng og gleði. Strax eftir guðsþjónustu verður súpusamfélag í kirkjulundi þar sem okkur verður boðið upp á yndislega súpu. Jón “okkar” Ísleifsson kemur með brauð handa okkur sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.