Fyrsta kvöldstundin með Kór Keflavíkurkirkju verður haldin þriðjudaginn 21. október n.k. og hefst hún kl. 20:00.

HS orka er styrktaraðili kvöldsins og býður starfsfólki sínu og öðrum góðum gestum á fyrsta kvöldið.

Þar munu stíga á stokk einstönvararnir Sigrún Lína Ingólfsdóttir, Erla Melsteð og Steinn Erlingsson en undirleikari er Arnór B. Vilbergsson. Þá mun Sólmundur Friðriksson flytja eigin lög. Auk þess mun organistinn Arnór B. Vilbergsson leika diskó og fleira óhefðbundið á orgel kirkjunnar.

Kynnir er hinn eini sanni Kristján Jóhannsson, bassi.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí í notalegu andrúmslofti og eru frjáls framlög í ferðasjóð kórsins vel þegin.