Kór Keflavíkurkirkju hefur staðið fyrir menningarkvöldum einu sinni í mánuði í vetur og stendur til að halda því áfram fram á vorið.

þar stíga kórfélagar á stokk, bæði í einsöng og samsöng auk þess sem lesin hafa verið upp ljóð, leikið á sög, nasaflautu og fleira skemmtilegt mætti nefna. Kvöldin enda ávallt með samsöng gesta sem hafa vakið mikla lukku og boðið er upp á léttar veitingar í Kirkjulundi í notalegri kaffihúsastemmningu.

Kynnir er hinn eini sanni Kristján Jóhannsson og oft er glatt á hjalla.

Markmiðið með þessum kvöldum er að safna í ferðasjóð kórsins, aðgangur er ókeypis en gestir eru hvattir til þess að gefa frjáls framlög. Þá hafa fyrirtæki styrkt einstök kvöld.

Næstu kvöld eru eftirfarandi:

17. mars – Sólmundur Friðriksson flytur frumsamið efni ásamt gestum.
21. apríl – Elmar Þór Hauksson flytur einsöngslög og fram koma ýmsir gestir