Kór Keflavíkurkirkju hefur staðið fyrir mánaðarlegum kvöldstundum þar sem kórfélagar taka lagið, bæði einir eða í minni hópum. Tekið er á móti frjálsum framlögum en markmiðið er að safna í ferðasjóð kórsins.

Andrúmsloftið er notalegt og afslappað, kaffihúsastemmning  – kaffi og kruðerí.

Hér má sjá upptöku af kvöldstund í nóvember þar sem Elmar Þór Hauksson flytur lagið Caruso eftir Lucio Dalla en næsta kvöldstund verður þriðjudaginn 20. janúar kl. 20:00.