Kæru vinir,

sunnudaginn 13.febrúar kl.20-20.40 verður kvöldstund í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergsson organisti ásamt félögum úr kór Keflavíkurkirkju færa okkur sálma og fallega tónlist. Það er alveg upplagt að njóta þess að mæta í messu í Keflavíkurkirkju og fara svo beint heim að horfa Verbúðina… Allir innilega velkomnir og þá ekki síst fermingarbörnin.