Sunnudagskvöld 26 ágúst n.k. kl.20, ætlum við að eiga saman góða stund í Keflavíkurkirkju, Arnór Vilbergsson mun leiða ungmennakór kirknanna á Suðurnesjum Vox Felix í stundinni sem munu færa okkur yndissöng í messuna. Sr.Fritz Már og sr.Erla Guðmundsdóttir þjóna í messunni. Verðandi fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin, og munum við segja frá fræðslunni á vetri komanda eftir messu. Hlökkum til að sjá ykkur öll.