Það er gott, gefandi og gaman í messu með Vox Felix. Arnór organisti leiðir þennan ungmennakór í kvöldmessu sunnudagskvöldið 27. ágúst kl. 20. Verðandi fermingarbörn og fjölskyldur eru sérstaklega hvött til að koma en reifað verður á fermingarfræðslu komandi vetur að lokinni messu.