Helgihaldið okkar er með allt öðrum hætti á sumrin er venjan er yfir vetur.
Sunnudagskvöldið 30. júní verður kvöldgöngumessa frá Keflavíkurkirkju. Haldið verður af stað frá kirkjutröppum kl. 20.
Hörður Gíslason, kenndur við Sólbakka, mun flytja fróðleik er við stöldrum við á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úgúlelespil. Sr. Erla biður bænarorð.
Endað verður í kvöldkaffi á Brunnstíg 3, bakgarði sóknarprestsins, þar sem boðið verður uppá rjúkandi kaffi og heimabakað.
Verið innilega velkomin og komið klædd eftir veðri.