Helgihaldið okkar er með allt öðrum hætti á sumrin er venjan er yfir vetur.
Sunnudagskvöldið 10. júní kl. 20 verður kvöldgöngumessa frá Keflavíkurkirkju. Við höldum af stað frá kirkjutröppum kl. 20.
Sr. Erla og Arnór organisti leiða rölt í rólegheitum, segja fróðleik, flytja biblíuorð og hvetja til söngs við úgúlelespil. Staldrað verður í Keflavíkurkirkjugarði við Aðalgötu, KFUM og KFUK húsið og Nónvörðu.
Endað verður í kvöldkaffi heima hjá organstianum þar sem boðið verður uppá rjúkandi kaffi og heimabakað.
Velkomið er að fylgja eftir hópnum á bíl. Hlökkum til að sjá ykkur