Fyrr í sumar aflýstum við hreyfanlegri helgistund vegna rigningar þegar ætlunin var að ganga um slóðir Keflavíkurkirkju.
Þar sem himinn lofar góðu sunnudagskvöldið 7. ágúst kl. 20 verður göngumessa um gamla bæinn í Keflavík. Gengið verður frá kirkjutröppum.
Arnór organisti leiðir okkur í söng og hver veit nema hann hafi harmónikku um háls. Sr. Erla verður með hugleiðingu og fróðleik. Undir berum himni biðjum við bæn Drottins.
Að lokinni göngu sameinumst við í kaffbolla og heimabökuðu kruðeríi í bakgarði sóknarprestsins á Brunnstíg 3.
Allir eru velkomnir að rölta með og leggja til fróðleik um þennan merka reit sem gamli bærinn okkar er.