Sunnudagskvöldið 20. ágúst kl. 20 verður kveðjumessa sr. Evu Bjarkar sem hefur þjónað söfnuðinum af heilum hug og fallegu hjarta sl. 2 ár.

Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja henni til heiðurs við undirspil Arnórs organista og Eva Björk mun sjálf predika. Sóknarnefnd og starfsfólk þakkar Evu Björk samfylgdina og biður henni Guðsblessun og hvetur söfnuðinn að koma og færa henni bænarorð við kveðjustund.

Boðið verður uppá kaffisopa og tertusneið í Kirkjulundi