Á kristniboðsdegi í Keflavíkurkirkju verður boðið uppá kærleiksþjónustu í helgihaldi dagsins 10. nóvember kl. 11.
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Hjónin Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskólinn, með söng, biblíusögu og bæn, er í höndum og hjarta Jóhönnu, Inga Þórs og Helgu. Ásmundur Friðriksson og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð og er öllum velkomið að dvelja í borðsamfélagi. Sr, Erla Guðmundsdóttir þjónar.