Krílasálmar, nýtt tónlistarnámskeið fyrir börn 3 til 12 mánaða, hefst í Keflavíkurkirkju 24. september.

Á námskeiðinu læra foreldrar að nota leiðir að nota söng og tónlist í daglegu uppeldi og umönnun barna sinna. Sungnir eru sálmar, og lög kirkjunnar, þekkt barnalög og kvæði, leikið og dansað, hlustað og leikið og notið samverunnar í notalegu umhverfi kirkjunnar.

Sr. Erla Guðmundsdóttir og Sara Dögg Gylfadóttir leiða námskeiðið. Námskeiðið stendur frá 24. september til 22. október.

Námskeiðsgjald er 5000 kr.

Skráning á erla@keflavikurkirkja.is