Þorrinn er á braut og góan bíður með birtu og vor í lofti. Á konudaginn höldum við taktinum með messu og sunnudagaskóla kl. 11.

Guðbrandur Einarsson leiðir kórmeðlimi og kirkjugesti í söng. Mæðgurnar Linda Gunnarsdóttir og Marín Hrund Jónsdóttir eru messuþjónar. Systa og Jón Árni hafa umsjón með sunnudagaskólanum. Erla Guðmundusdóttir þjónar.

Í tilefni af konudeginum munu karlaraddir Kórs Keflavíkurkirkju matreiða bragðmikla gúllassúpu sem verður í boði kórsins.

Útvarpað verður frá Hljóðbylgju Suðurnesja fm. 101.2

 

Á þessum öðrum sunnudegi föstunnar eru textar dagsins eftirfarandi: Lexía: 1Mós 32.24-30, Pistill: Jak 5.13-20 og Guðspjall: Matt 15.21-28.