Sunnudaginn 21.febrúar kl.11 verður konudagsmessa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista leiðir okkur í söng og tónum. Jóhanna, Helga og Ingi leiða sunnudagaskólann á sama tíma í kirkjulundi. Munum grímurnar og tveggja metra regluna. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að mæta í messu.

Allir innilega velkomnir.