Sunnudagur 25. febrúar kl. 11 er Sunnudagaskóli með biblíusögu, bænum, brúðum og söng í umsjón Bergrúnar, Helgu og Grybosar. Sunnudagskvöld kl.20 er Konudagsmessa. Sr. Elínborg sóknarprestur í Grindavík er með predikun. Jónína og Páll eru messuþjónar. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju sjá um að leiða söng við meðleik Arnórs organista. Sr. Fritz Már þjónar. Við hlökkum til að sjá ykkur.