Sunnudaginn 18. ferúar verður konudagsmessa í Keflavíkurkirkju kl.11:00, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Ólöfu Sveinsdóttur og Kristni Þór Jakobssyni. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir (Sigga Stína) flytur okkur konudagshugvekjuna í ár. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma undir styrkri leiðsögn Systu, Helgu, Jóhönnu og Jóns Árna. Eftir samveruna er konudagssúpa í boði ásamt nýbökuðu brauði frá Sigurjónsbakaríi sem Jón Ísleifsson færir okkur. Allir innilega velkomnir.