Sunnudaginn 23 febrúar kl.11 verður konudagsmessa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl.11. Konurnar í kór Keflvíkurkirkju munu sjá um söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. En á sama tíma verða karlarnir á fullu í eldhúsinu að útbúa súpu fyrir súpusamfélagið sem verður í Kirkjulundi eftir messu. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu og Jóhanni sem verða messuþjónar. Helga, Jóhanna og Ingi sjá um sunnudagaskólann á sama tíma. Allir eru innilega velkomnir.