Sunnudaginn 3.nóv kl.11, fjölskyldumessa í Keflavíkurkirkju. Sr. Erla og Sr.Fritz Már þjóna. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna, njótum þess að vera með börnunum okkar í guðsþjónustu. Súpusamfélag í Kirkjulundi eftir messu.

Sunnudaginn 3.nóv kl.20, ,,Allra Heilagra Messa“ í Keflavíkurkirkju í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, við komum saman á fallegri kvöldstund og minnumst þeirra er látist hafa á árinu. Starfsfólk HSS les upp nöfn þeirra sem létust á stofnuninni og prestar lesa upp nöfn þeirra sem skráð eru í prestþjónustubækur Keflavíkurkirkju, frá allra heilagra messu á síðasta ári. Prestarnir taka við ábendingum um nöfn þeirra, sem látist hafa annars staðar á þessum tíma ef aðstandendur vilja minnast þeirra á þennan hátt í Keflavíkurkirkju. Að lokinni messu býður starfsfólks HSS og Keflavíkurkirkja uppá kvöldkaffi. Kaffiveitingar í lok stundar.

Miðvikudaginn 6.nóv, kl.12 kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Njótum saman góðra orða og tónlistar og kyrrðar. Gæðakonur bjóða upp á súpu í kjölfar stundarinnar.

Föstudaginn 8.nóv kl.12, kyrrðarbæn í Kapellu vonarinnar. Hittumst í stutta stund og eigum saman hljóða bæn, yndisleg leið til að safna saman huganum eftir annasaman viku.