Sérstök KFUM&KFUK messa verður sunnnudaginn 28. október kl. 11. Félagar og leiðtogar í KFUM og KFUK á Suðurnesjum taka virkan þátt í messunni. Þá mun Karlakór KFUM heiðrar okkur með nærveru sinni og söng undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur.

Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Albert Hinriksson býr til súpu og reiðir fram með brauði ásamt fermingarforeldrum. Systa og Helga bjóða uppá góða sunnudagaskólastund. Verið öll velkomin