Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 17. október. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergs og kór Keflavíkurkirkju færa okkur tónlist og fallegan söng. Við hlökkum til að sjá ykkur verið öll innilega velkomin.
Kl.17, eru orgeltónleikar í kirkjunni, Kári Þormar kantor í Dómkirkjunni flytur gestum tónlist. Það er yndislegt að njóta þess að sitja í kirkjunni og hlusta á stórkostlega tóna streyma ofan af lofti. Aðgangur ókeypis verið innilega velkomin.