Fólkið í Keflavíkurkirkju, ásamt gestum, ætlar að láta ljós sitt skína á Ljósanótt

Fimmtudagur 3. september kl. 18:00
Hjólbörutónleikar í umsjón Arnór B. Vilbergssonar, Kjartans Máss Kjartanssonar og Elmars Þórs Haukssonar.
Aðgangseyrir er 1500 kr. sem renna í orgelsjóð. Posi er ekki á staðnum.

Fimmtudagurinn 3. september kl. 18
Í samstarfi við Byggðarsafn Reykjanesbæjar opnar sögusýning um Keflavíkurkirkju og stendur hún yfir allan septembermánuð. Dagný Gísladóttir er sýningarstjóri.

Laugardagur 5. september kl. 15:20
Söngleikurinn Líf og friður með 35 þátttakendum var settur upp í Kirkjulundi sl. vor. Leikstjórar voru Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir. Þær hafa sett saman sypru úr lögum söngleikjarins sem börnin munu flytja á stóra sviðinu. 

Laugardagur 5. september kl. 14-16
Félagar í Kór Keflavíkurkirkju bjóða upp á vöfflukaffi í Kirkjulundi. Kórfélagar taka lagið. Kaffi og vaffla 500 kr. 

Laugardagur 5. september kl. 23
Keflavíkingurinn sr. Guðmundur Karl stendur fyrir „Gospel og læti“ í kirkjunni að lokinn flugeldasýningu. Með honum í för er Óskar Einarsson og Kór Lindakirkju. 

Það er svo sannarlega umhyggja, gleði og kraftur í Keflavíkurkirkju