Nú stendur yfir sýning á safni jólakorta í Kirkjulundi en heiðurinn af henni á Gísli B. Gunnarsson en þar gefur á að líta safn jólakorta sem foreldrar hans Fjóla Sigurbjörtsdóttir og  Gunnar Sveinsson fengu  send á 80 ára tímabili.  Fjóla hélt skipulega utan um jólakortasafnið og henti engu og hafði haft orð á því að gaman væri að sýna kortin við tækifæri. Móðir Gísla lést árið 2011 en sýningin er haldin í hennar nafni.

Elsta jólakortið er frá 1931 og hefur Gísli flokkað þau eftir mismunandi flokkum s.s. englar, jólasveinar, kirkjur og fleira.

Við hvetjum sem flesta til þess að líta við á aðventunni og skoða þessa skemmtilegu sýningu.