Jólablað Faxa þetta árið er tileinkað aldarafmæli Keflavíkurkirkju og mikið erum við glöð með þetta eintak.
Að afmælisblaðinu unnu Dagný Gísladóttir, formaður Kórs Keflavíkurkirkju, ritstýrur Faxa Sigrún Ásta Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir, Svavar í Stapaprent auk blaðstjórnar Faxa.
Keflavíkurkirkja þakkar þeim er sýndu stuðning með styrktarlínum og auglýsingum í blaðinu, þeim sem veittu viðtöl og ekki síst þeim sem unnu að gerð blaðsins.