Jólaball Kefavíkurkirkju verður haldið sunnudaginn 11. desember kl. 11.

Við byrjum í kirkjuskipinu og færum okkur síðan í Kirkjulund þar sem félagar úr Kór Keflavíkurkirkju munu sjá um taktinn í kringum jólatréð. Þá munu skeggjaðir sveinar vitja okkar með hollt og gott í poka.

Heitt á könnunni, piparkökur og mandarínur í boði.

Sunnudagskvöldið kl. 20 er þriðja og síðasta aðventukvöldið í ár. Vox Felix og eldri þátttakendur í skapandi starfi koma fram í söng og gleði. Við lofum ykkur góðri stund