Sunnudaginn 10. desember kl. 11 er árlegt jólaball Keflavíkurkirkju. Hljómsveit Tónslistarskóla Reykjanesbæjar leiðir jólatréssöng í Kirkjulundi. Jólasveinar koma í heimsókn. Kaffi djús og piparkökur í boði.

 

Sunnudagskvöld kl. 20 er aðventukvöld sem ber yfirskriftina Nú mega jólin koma fyrir mér. Arnór leikur á orgel, Grybos á gítar og kórfélagar leiða jólasöngva. Sr. Fritz Már les jólasöguna um Panov skósmið.