,,Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða“ segir í guðspjallstexta næsta sunnudags sem er annar sunnudagur í aðventu. Við hugum að komu frelsarans en C.S. Lewis og J.R.R. Tolkien verða líka til umfjöllunnar.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa texta, prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Sunnudagaskóli er í umsjón Systu, Önnu Huldu og Estherar. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lokinni athöfn.

Útvarpað verður á FM 101.2 Hljóðbylgjan á Suðurnesjum