Öflugt tónlistarstarf fer fram í Keflavíkurkirkju undir dyggri stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista.
Kór Keflavíkurkirkju annast söng í helgihaldi kirkjunnar og útförum auk þess sem hann setur reglulega upp metnaðarfull verkefni. Það síðasta var sálumessa Faure sem flutt var sl. vor við góðar undirtektir.

Kórinn er ávallt að leita að góðu söngfólki og geta áhugasamir haft samband við organista arnor@keflavikurkirkja.is.