Kór Keflavíkurkirkju flutti valin lög úr rokkóperunni Jesus Christ Superstar í kirkjum á Suðurnesjum dymbilvöku 2013 og er skemmst frá því að segja að kórinn ásamt einvalaliði söngvara söng fyrir fullum kirkjum á hverjum stað, þurftu margir frá að hverfa.
Sr. Ólafur S. Skúlason flutti hugvekju milli laga en meðal einsöngvara voru Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Sigurður Ingimarsson auk kórfélaga sem jafnframt léku á ýmiss hljóðfæri.