Það verður nóg um að vera sunnudaginn 4. október í Keflavíkurkirkju.

Fjölskyldumessa kl. 11 undir stjórn Estherar Elínar, Önnu Huldu og Systu. Organistinn verður á sínum stað við flygilinn. Biblíusaga dagsins er Lasarus. Prestur er Erla Guðmunsdóttir.

Innsetningarmessa verðu kl. 14. Þórhildur Ólafs, prófastur, setur sr. Erlu Guðmundsdóttur í embætti sóknarprests og sr. Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkurprestakalli. Kór Keflavíkurkirkju syngur við þessa hátíðarstund undir stjórn Arnórs organista. Að lokinni athöfn býður sóknarnefnd kirkjugestum að þiggja kaffiveitingar í Kirkjulundi.

Verið velkomin í helgidóminn á sunnudaginn og ef þið komist ekki þá er tækifæri á að hlýða á messurnar á Hljóðbylgjan á Suðurnesjum FM 101,2 og í gegnum skjásjónvarp Símans.