Það er nóg að gera í kirkjunni á sunnudag þ.4 nóvember. Kl.11 er messa og sunnudagaskóli, gestir okkar í messunni koma frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík og mun forstöðumaður safnaðarins Kristinn Ásgrímsson leiða stundina ásamt sr.Fritz Má. Að venju býður sóknarnefnd upp á súpu sem borin er fram af fermingarforeldrum í kirkjulundi eftir stundina. Kl.20 um kvöldið er svo Allra heilagra messa í kirkjunni í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á HSS, þar sem við minnumst þeirra er látist hafa á árinu. Sr.Fritz Már og sr.Erla leiða stundina. Boðið verður upp á kaffi og með því að messu lokinni. Verið öll innilega velkomin.