Gleðilega afmælishátíð er jafnan kveðjan á hvítasunnudegi er kristin kirkjan um allan heim fagnar fæðingarhátíð kirkjunnar.

Í Keflavíkurkirkju verða fimm ungmenni fermd á hvítasunnudag við hátíðarguðsþjónustu kl. 11.

Hjónin Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson eru messuþjónar. Kórfélagar syngja undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

 

Verið öll velkomin að koma, njóta og gleðjast á gleðidegi í kirkju Krists