HalliHreinsNámskeiðið Biblíusögur fyrir fullorðna heldur áfram í Keflavíkurkirkju og næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 mætir Haraldur Hreinsson guðfræðingur. Erindi hans heitir Hver er þessi Jesús frá Nasaret? Birtingarmyndir Jesú frá fornöld fram á okkar daga. Haraldur mun bæði fjalla um hinn sögulega Jesú og menningarlegar birtingarmyndir hans í sögunni. Síðast sköpuðust líflegar umræður og vonumst við til þess að sjá sem flesta.