Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ ætlar Veitingaþjónustan MENU að gefa gæðasúpu fyrir kirkjusamfélag sunnudagsins 8. október kl. 11. Kór Keflavíkurkirkjuer hefur valið sína uppáhalds sálma sem þau flytja í söng undir stjórn Arnórs organista. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Líkt og alla sunnudaga verður brauð í boðið Sigurjónsbakarí.

Systa, Helga og Ása halda höndum um samfélag smáfólksins í sunnudagaskólanum sem er á sama tíma.

Það er gott og gefandi að koma, hvíla, njóta og hlusta. Verið öll velkomin að hlú að andlegri heilsu í helgidómi Keflavíkurkirkju.