Mánudagurinn 3. október
Bænaganga kl. 18
Bænaganga frá kirkjutröppum. Prestarnir leiða gönguna um elsta hluta Keflavíkur, farið verður með og sungin gömul og ný bænavers.
Miðvikudagurinn 5. október
Kyrrðarstund kl. 12
Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Sr. Erla og Arnór organisti leiða stundina með andlegri næringu og söng. Boðið er uppá matarmikla heilsusúpu og brauð.
Opin kóræfing kl. 18-20
Félagar í Kór Keflavíkurkirkju bjóða uppá opna kóræfingu í Kirkjulundi. Þar gefst fólki kostur á að sjá og heyra hvernig kirkjukórsæfing fer fram. Einnig að finna hversu heilsusamlegt er fyrir líkama og sál að syngja. Í framhaldi er hægt að eiga samtal við Arnór organista ef hugur er á að ganga í kórinn.
Sunnudagurinn 9. október
Heilsu- og hamingjumessa kl. 11
Heilsu- og hamingjumessa ásamt gleðisömum sunnudagaskóla í kirkjunni. Hamingja og andleg heilsa verður gerð að umræðu í þessari messu. Sunnudagaskólaleiðtogar leiða börn og fullorðna í gleðisöngvum. Hollistu súpa og brauð í boði. Arnór organisti og sr. Eva Björk þjóna.
Biblíubrennó kl. 14
Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Keflavíkurkirkju skora á fermingarbörn vetrarins í brennó. Fermingarbörnin eru mörg en í liði Keflavíkurkirkju leynast þaulvanar brennókempur. Keppnin fer fram í íþróttasal Myllubakkaskóla og eru allir velkomnir sem áhorfendur á meðan sætapláss leyfir. Sigurliðið fær vegleg verðlaun.
KFUM og KFUK
KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrningi í merki félaganna. Markmið félagsins er einmitt að efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.
Þriðjudagurinn 4. október kl. 17-18
Strákastarf fyrir 10-12 ára. Dagskrá: STRADEGO
Miðvikudagurinn 5. október kl. 14-15
Stráka- og stelpustarf 7-9 ára. Dagskrá: GAGABALL.
Miðvikudagurinn 5. október kl. 20-21
Stelpustarf 10-12 ára. Dagskrá: MINUTE T WIN IT
Sunnudagurinn 9. október kl. 20-22
Unglingadeild fyrir stráka og stelpur 13-16 ára. Dagskrá: BLÁR