Á miðvikudaginn kl.20 verður æðruleysismessa í Keflavíkurkirkju. Tökum tímann frá og gefum okkur rólega stund frá amstri dagsins. Endurnýjumst og hlöðum batteríin okkar. Leggjum okkur í Drottins hendur og njótum samverunnar. Rafn Hlíðkvist sér um tónlistina, séra Fritz Már leyðir stundina og félagi deilir með okkur reynslu sinni, styrk og vonum.

9. febrúar verður svo (Hebba)messa og sunnudagaskóli í kirkjunni kl.11, Herbert Guðmundsson (Hebbi). flytur eigin lofgjörðarlög í messunni ásamt Rafni Hlíðkvist. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Njótum saman góðrar stundar með fallegri tónlist og góðu orði. Súpusamfélag í Kirkjulundi eftir messuna í boði sóknarnefndar og foreldra fermingarbarna. Allir eru innilega velkomnir.