Keflavíkurkirkja býður til hátíðartónleika í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Tónleikarnir verða haldnir í Hljómahöll sunnudaginn 29. mars kl. 16:00.

Fram koma Kór Keflavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðurnesja.

Flutt verða eftirtalin verk:

  • Keflavíkurkantata – Eiríkur Árni Sigtryggsson
  • The armed man – Karl Jenkins
  • Vor kirkja – Sigurður Sævarsson

Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson.